Sublimation

Sublimation

Hjá Skapskap bjóðum við upp á fjölbreytt val af vörum fyrir sublimation

Hvað er sublimation?

Sublimation er prentaðferð sem í einföldustu orðum færir prentunina inn í efnið frekar en á efnið.

Hönnuni er prentuð á sérstakan sublimation pappír, sem er svo hitapressaður á vöruna.

Hitinn breytir blekinu yfir í gas, sem bindur það svo við efnið fyrir fullt og allt í vörunni.

Áhrifin eru varanleg þar sem að blekið verður innbyggt í efninu eða undirlaginu frekar en að vera prentað ofan á það.

Niðurstaðan er mynd í fullum lit sem koma engar sprungur í, flagnar ekki af eða þvæst af undirlaginu

Eins er með hörð yfirborð, myndin mun ekki dofna við að fara í uppþvottavél eða við þrif.

Eini “ókosturinn” er að efnið verður að vera með háa prósentu af pólýester til að efnabindingin virki.

Sem þýðir að til að nota sublimation á boli notum við 100% pólýester boli í augnablikinu, þar sem litirnir fá að sýna sig best þegar að yfirborðið er í björtum lit mælum við með að nota hvíta boli, kaffi bolla, músarmottur, etc. (en aðrir ljósir litir eru mögulegir, endilega hafið samband fyrir meiri upplýsingar)

Shopping Cart
Scroll to Top